Reykjadalur

Frá Hveragerði á Ölkelduhálsleið milli Kolviðarhóls og Villingavatns.

Í Reykjadal eru margir hverir, einkum í dalverpinu Hverakjálkum, sem gengur vestur úr dalnum. Frá Brúnkollubletti má fara ýmsar leiðir niður í Grafning.

Förum frá Gufudal við Reykjakot norðaustur upp að Dalafelli og síðan upp vesturhlíðar þess, austan við Reykjadalsá í Djúpagili. Þegar upp í sléttlendi Reykjadals er komið færum við okkur yfir í vesturhlið dalsins upp að mýrasundinu Litla-Brúnkollubletti. Þar komum við á slóðina Ölkelduháls, sem liggur frá Kolviðarhóli að Grafningsvegi við Villingavatn.

5,6 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Klóarvegur, Ölkelduháls, Hengladalaá, Hellisheiði, Álftavatnsvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins