Reyðarvatn

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal norður fyrir Reyðarvatn að Hallbjarnarvörðum á Bláskógaheiði.

Þetta er gömul leið, nokkur krókur, en liggur fjarri bílveginum um Uxahryggi.

Förum frá Oddsstöðum til austurs norðan við Tungufell og Brennuháls að Reyðarvatni norðanverðu. Síðan suðsuðaustur með vatninu að austanverðu og vestan í Fossárhöfða. Suður yfir Leirá og upp með ánni austur og suður að Leirártjörnum. Þaðan suðaustur um skarðið sunnan við Langás að Okvegi. Þaðan suður um Brunna og austan Brunnavatns að Hallbjarnarvörðum.

23,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Okvegur, Skjaldbreiður, Helguvík, Reyðarfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort