Réttur og rangur tími

Punktar

Eftir síðustu kosningar í Svíþjóð myndaði stærsti minnihlutinn stjórn í samráði við næststærsta minnihlutann. Samið var um, að ríkisstjórnin notaði ekki sitt fjárlagafrumvarp, heldur fjárlagafrumvarp minni aðilans. Þetta er sænsk aðferð við að setja niður deilur. Hér var það fyrir kosningar, að ríkisstjórn reyndi að mynda sátt um vilja minnihlutans um söltun stjórnarskrár og afhendingu kvóta til greifa. Svo kom í ljós í kosningunum, að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar töldu þetta vera reginsvik. Samfylkingin og Vinstri græn urðu að smáflokkum í síðustu kosningum. Stundum er réttur tími til sátta og stundum er rangur tími.