Tryggvi Þór Herbertsson átti sér langa sögu, áður en hann varð þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins. Einu sinni hét hann Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og gaf verkkaupum hvaða álit, sem þeir vildu fá. Af því varð hann svo vinsæll, að hann var settur yfir banka. Þar fékk hann kúlulán, en reksturinn gekk á afturfótunum. Síðan varð hann efnahagsráðgjafi Geirs Haarde og þjóðin fór umsvifalaust á hausinn. Þá var kominn tími á mann, sem sér alls staðar bjartar hliðar og fínar lausnir. Flytur arfavitlaust kosningayfirboð, leggur til 20% afskrift allra skulda. Með 800 milljarða kostnaði á börnin okkar.
