Réttur gallabuxnalitur

Punktar

Gott hjá Elínu Hirst að niðurlægja siðameistara alþingis. Upplýsir, að fólk megi vera í rauðum eða svörtum gallabuxum, en ekki í bláum. Af hverju taka alþingismenn yfirleitt mark á Helga Bernódussyni. Ætlar hann að kalla í vini sína í löggunni, ef þingmenn mæta í gallabuxum og með opið í hálsinn. Meðan Helgi hleypur um og mælir pilsasídd þingmanna hefur virðing alþingis þorrið niður í nánast ekki neitt. Hún lagast ekki, þótt hann standi vaktina sem siðameistari. Þingmönnum ber að fara eftir þingsköpum, en ekki eftir neinu prívatrugli úr skrifstofustjóra. Hann setur sig á hlægilega háan hest.