Réttlætisfíkn?

Punktar

Réttlæti á Íslandi fer út í öfgar, ef offita verður sérstaklega vernduð í stjórnarskrá. Næst á eftir kemur vafalaust krafa um, að ofdrykkja verði vernduð þar líka. Réttlætisfíkn þarf að eiga skynsamleg takmörk. Ofát og ofdrykkja stafa að vísu af líkamlegum forsendum og teljast vera sjúkdómar. Þar með er tæpast sagt, að vernda beri slíka hegðun í stjórnarskrá. Þá mætti búast við langri biðröð fólks með vanda, sem að minnsta kosti í Kaliforníu hafa verið flokkaðir sem fíknir. Þar í flokki eru spilafíkn og kynlífsfíkn. Hvað um réttlætisfíkn? Árátta eða fíkn er vandmeðfarin í stjórnarskrá.