Réttlæting stríðs

Punktar

Just War er ný bók eftir Charles Guthrie lávarð og Sir Michael Quinlan. Guthrie var formaður brezka herráðsins og Quinlan stjórnaði ráðuneyti hermála. Þeir segja, að Bretland hafi oft farið í stríð bara sisvona án raka. Írak er nýjasta dæmið. Tony Blair hóf það út á eigið hugboð, gegn ráðum kerfiskarla. Höfundarnir rekja sex réttlætingar stríðs. Þær eru: Réttlæti. Mikilvægi. Góður vilji. Rétt heimild. Sigurlíkur. Síðasti kostur. Tony Blair braut fimm af þeim. Höfundarnir segja Íraksstríðið hafa kálað getu vesturlanda til að hefja stríð, þegar réttlætingarnar sex leyfa það.