Just War er ný bók eftir Charles Guthrie lávarð og Sir Michael Quinlan. Guthrie var formaður brezka herráðsins og Quinlan stjórnaði ráðuneyti hermála. Þeir segja, að Bretland hafi oft farið í stríð bara sisvona án raka. Írak er nýjasta dæmið. Tony Blair hóf það út á eigið hugboð, gegn ráðum kerfiskarla. Höfundarnir rekja sex réttlætingar stríðs. Þær eru: Réttlæti. Mikilvægi. Góður vilji. Rétt heimild. Sigurlíkur. Síðasti kostur. Tony Blair braut fimm af þeim. Höfundarnir segja Íraksstríðið hafa kálað getu vesturlanda til að hefja stríð, þegar réttlætingarnar sex leyfa það.