Réttlæti kemur að utan

Punktar

Ísland tapaði fjórum dómsmálum fyrir EFTA-dómstólnum í dag. Áður var ríkið búið að tapa þar nokkrum málum. Eins og það tapar öllum mannréttindamálum í Strasbourg. Samt er sjálfgefið, að ríkisvaldið vinni slík mál í Hæstarétti. Tapar svo nánast öllu erlendis, ekki sízt viðskipta- og mannréttindamálum. Firrtur Hæstiréttur telur undantekningarlítið, að ríkið hafi ætíð rétt fyrir sér. Sýslumenn ímynda sér, að allar uppboðsbeiðnir íbúða fólks séu heilagar. Öllum slíkum málum þarf að vísa áfram til alvörudómstóla í útlandinu. Þar er réttlæti, sem sauðtrygg hjúin skortir hér í afskekktu þjóðfélagi geðþóttans.