“Enga skatta án kosningaréttar” er frægt slagorð úr deilum vestanhafsmanna við Bretastjórn, sem voru undanfari sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna. Hinu sama slagorði gætu 16-19 ára Íslendingar beitt. Þeir hafa ekki pólitísk réttindi, þótt þeir séu taldir nógu góðir til að borga skatta.
Nú hafa þingmenn úr Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki lagt fram frumvörp um 18 ára kosningaaldur í stað 20 ára. Fara þeir þar að fyrirmynd nágrannaþjóðanna. Sjálfsagt er, að alþingi samþykki þessa aldurslækkun, sem stígur þó ekki nema hálft skref til fullra mannréttinda á þessu sviði.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið