Rétt grunnhugsun Kára

Punktar

Við höfum sömu landsframleiðslu á mann og norðurlönd. Eigum því að geta haft sömu velferð og þau. Samt vantar okkur 140 milljarða á ári í heilsu og velferð. „Hækkun í hafi“ stóriðju og kvótagreifa tekur líka hluta landsframleiðslunnar út úr þjóðhagsreikningum. Þurfum að fá þann hluta inn. Ráðlegt er að miða við hlutdeild í landsframleiðslu, þegar mælt er með að efla mikilvæg útgjöld. Það viðurkennir, að við getum ekki farið hraðar í góð mál en efni standa til. Tel 11% í heilsu í hærra lagi með tilliti til annarra þarfa. Mæli frekar með 10%, en styð þó framtak Kára Stefánssonar. Grunnhugsun hans um hlutdeild er rétt.