Vandi Grikklands er fremur rekstrarvandi en greiðsluvandi. Ríkið hefur nú þegar fengið afskrifaðan meira en helming skuldanna. Fari ríkið þar á ofan á hausinn, strikast yfir restina. Þá mæta Grikkir þeim vanda, að ríkið er ekki sjálfbært. Stendur ekki undir sér, þótt vextir og afborganir hverfi. Til dæmis eru ríkisjárnbrautirnar þannig reknar, að ódýrara væri að leigja taxa undir farþegana. Ríkisgeirinn er troðinn af óvinnufærum kvígildum flokkanna. Um leið fæla Grikkir frá sér einu auðlind landsins, ferðamennina. Er Grikkir í afneitun brenna líkön af Angelu Merkel, þora Þjóðverjar bara ekki að koma.
