Reipsdalur

Frá Hoffelli í Hornafirði um Reipsdal til Laxár í Laxárdal í Lóni.

Hoffell er gamalt höfuðból í stórbrotinni náttúru.

Förum frá Hoffelli norðaustur yfir Hoffellsdal og upp Mela austan dalsins. Förum þar upp í Selbotn og síðan norður fyrir Seltind upp í Vörp í 620 metra hæð. Síðan austur Reipsdal og áfram Laxárdal í Lóni niður að þjóðvegi 1 hjá Laxárbrú.

22,7 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Dalsheiði, Illikambur, Hellisskógur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins