Reglur í villta vestrinu

Punktar

Sé engin gögn um, að byggingareglur séu hér of strangar. Húsnæði er svo stór þáttur í efnahag fólks, að fáir hafa efni á að lenda í göllum vegna nízku við smíði húss, t.d. v. jarðskjálftavarna og einangrunar. Slá mætti þó af kröfum um geymslur og fleira þess háttar. Stóra hrunið 2008 stafaði að töluverðu leyti af skorti á opinberu eftirliti með bönkum. Reglur halda uppi varanlegum gæðum í nýju húsnæði. Ég byði ekki í villta vestrið, sem gæti komið svakalega í hausinn á fólki, er kaupir köttinn í sekknum. Gott væri líks að fá ábyrgar tölur um jaðarkostnað við þá einstöku liði í reglugerð, sem sumir sjá ofsjónum yfir.