Reglugerð brýtur lög

Hestar

Þegar menn setja reglugerðir, sem brjóta lög, þurfa þeir að vara sig. Til dæmis taka mark á athugasemdum eða útskýra, hvers vegna ekki. Að auki segir reglan, að viðra beri umdeild mál, áður en þau eru framkvæmd. Smákóngarnir dissa ferlið. Alveg eins og mannaráðningar, þegar auglýsing um starf er bara formsatriði, búið var áður að velja manninn. Framkvæmdastjórn Vatnajökuls hagar sér svona. Semur reglur um þjóðgarðinn, sem brjóta Náttúruverndarlögin frá 1999. Fær ótal athugasemdir, en tekur ekki mark á þeim. Reynir ekki einu sinni að flytja gagnrök. Heimtar bara, að ráðherra banni hesta í Bárðargötu.