Refshali

Frá Skagaströnd um Refshala til Gauksstaða á Skaga í Skagafirði.

Grímur Gíslason lýsir leiðinni svo í Árbók FÍ 2007. “Greiðfær leið er austur dalinn [Hrafndal] að norðanverðu. Er Tungufell til hægri, er upp úr dalnum er komið, en Refshali til vinstri norðar á fjallinu. Er farið austur mlli þessara tveggja fella, og er þá komið á Fossdal, sem gengur norður með Refshala að austan. Er farið norður Fossdal um stutta leið, en beygt til austurs norðan tjarna, sem þar eru skammt undan. Þá er skammt að upptökum Fossár og niður með henni, ef fara skal til bæja austan á Skaganum.”

Förum frá Skagaströnd austnorðaustur Hrafndal sunnan við Spákonufell og norðan við Illviðrahnjúk. Síðan til norðurs milli Tungufells að austanverðu og Hrútafjalls að vestanverðu. Til norðnorðausturs milli Katlafjalls að vestanverðu og Refshala að austanverðu, í Fjallabaksdal. Þaðan vestur yfir Fossdalsá. Við förum áfram norðaustur um Fossbungu og Urriðatjörn, austan Hraunvatns og sunnan Reyðartjarnar. Við förum áfram austur með Fossá að þjóðvegi 745 norðan við Gauksstaði.

21,5 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Nálægar leiðir: Bjarnarfell, Ölvesvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort