Raunsæismennirnir

Punktar

Ég vil ekki taka þátt í að niðurgreiða raforku frá Kárahnjúkum. Mér finnst, að stuðningsmenn orkuversins eigi að gera það einir. Ég vil ekki taka þátt í að niðurgreiða lambakjöt til útflutnings. Mér finnst, að stuðningsmenn sauðfjárræktar eigi að gera það einir. Ég vil ekki taka þátt í að niðurgreiða hvalveiðar. Mér finnst, að stuðningsmenn hvalveiða eigi að gera það einir. Mér finnst út í hött, að menn geti talið sig raunsæismenn út á stuðning við arfavitlausar stjórnvaldsgerðir. Mér finnst, að þeir eigi að borga brúsann eða þegja öðrum kosti.