Rauðsgil

Frá Rauðsgili í Reykholtsdal um Tjaldhól á Okveg.

Þessa leið fór Sturla Sighvatsson til Apavatnsfarar að Gissuri Þorvaldssyni 1238 og síðan á Hofmannaflöt og um Prestastíg að Hrafnabjörgum á Þingvallaheiði, þar sem hann hitti sendimann Gissurar. Jón Helgason, prófessor í Árnasafni, var fæddur á Rauðsgili.

Förum frá Rauðsgili til suðausturs fyrir vestan Rauðsgil milli Búrfells að austan og Steindórsstaðaaxlar að vestan. Förum meðfram Skammá austsuðaustur um Fellaflóa. Sunnan við Grenshæð og norðan við Sléttafell förum við til suðurs fyrir austan Sléttafell og síðan til austsuðausturs að Tjaldhóli vestan Oks. Þar liggur Okvegur norðan frá Giljum í Reykholtsdal suður að Brunnum á Bláskógaheiði.

11,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Okvegur, Húsafell, Bugar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort