Rauðavatnshringur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Ein mest farni reiðhringur hestamanna á svæði Fáks í Elliðaárdalnum.

Um Rauðavatn segir Vísindavefurinn: “Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblómum og blómstönglarnir eru einnig rauðleitir.” Við Rauðavatn voru fyrstu skref skógræktar á Íslandi tekin í upphafi 20. aldar.

Byrjum í hesthúsahverfi Fáks í Faxabóli við Elliðaár. Förum um hesthúsin í Víðidal yfir götuna Hundavað og áfram norður og undir þjóðveg 1 við Rauðavatn. Þar förum við réttsælis eða rangsælis umhverfis vatnið og svipaða leið til baka.

6,5 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægir ferlar: Elliðaárdalur, Rauðhólahringur, Jórukleif.
Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Kóngsvegur, Dyravegur, Elliðavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson