Ratzinger páfa dreymir um gamla falangismann, þegar trúin var þáttur í lífi fólks. Hann hefur gert tæplega fimmhundruð spánska falangista að dýrlingum. Ekki orð frá honum um tugþúsundir, er falangistar drápu til að afmá frelsi. Aðgerð páfans er stríðsyfirlýsing gegn ríkisstjórn Spánar. Hún hefur haft frumkvæði í að gera upp sakirnar við fortíðina. Hún er að fá þingið til að fordæma stjórn Franco sáluga og heiðra þá, sem vörðust honum. Jose Luis Zapatero forsætisráðherra hefur stuðlað að fleiri endurbótum, sem kaþólska kirkjan afturhaldssama er andvíg. Þess vegna hrökk Ratzinger páfi í gang.
