Ratko Mladic og Ísland

Punktar

Sjónvarpsstöð í Belgrað sýndi þátt með myndskeiðum af stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Þau sýna, að hann leikur lausum hala með fjölskyldu sinni í Belgrað og Sarajevo. Þótt ríkisstjórn Serbíu fullyrði, að hún finni hann ekki. Myndskeiðin koma illa við Evrópusambandið, sem reynir að koma Serbíu inn. Olli Rehn stækkunarstjóri segir myndskeiðin gömul, en á þeim sést þó barn, sem fæddist 2006. Spurningin er, hvort Evrópusambandið muni ekki líka fullyrða, að allt sé í lagi á Íslandi. Málið sé því að lofa stuðningi við útgerðarstefnu sambandsins, en taka í rauninni alls ekkert mark á henni.