Rassvasa- og símtalabókhald

Punktar

Sem Seðlabankastjóri gat Davíð Oddsson ekki afsalað sér skyldum sínum sem Seðlabankastjóri. Þótt hann hafi í símtali gert Geir H. Haarde samsekan, gat hann ekki fríað sig með því. Hann bar ábyrgð á gjaldeyrissjóðnum og verður að standa og falla undir þeirri ábyrgð. Með sex ára þögn um símtalið kom Davíð í veg fyrir, að Landsdómur fengi rétta mynd af víðtækum þætti Geirs í hruninu. Báðir fóru greinilega á taugunum, ófærir um að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta er staða lýðræðis á Íslandi. Tveir dólgar kasta fjöreggi þjóðarinnar sín í milli í símtali, sem enn telst vera leyndarmál. Og hvergi er bókað um ferlið.