Raskið laskar blöðin

Fjölmiðlun

Lestur prentfréttamiðla, sem eru á lygnum sjó, hélzt að mestu óbreyttur frá sumrinu 2014 til sumarsins 2015. Þau, sem lentu í hreinsunum á ritstjórn, létu hins vegar undan síga. Ritstjóra- og yfirmannarask rýrði lestur Fréttablaðsins um 5% og lestur DV um 3%. Sennilega gildir svipað um raskið á Ríkisútvarpinu. Áminning um, að ókleift er að breyta stjórn fjölmiðla áfallalaust. Enda verður ekki séð, að breytingarnar hafi verið tiltakanlega málaefnalegar. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa látið undan síga alla þessa öld og mega ekki við frekara raski. Miðlun almennings magnast örar hér en nágrenninu og valtar yfir gömlu miðlana.

(DataMarket)