Rasismi dó í kosningunum

Punktar

Kosningarnar grisjuðu smáflokkana og rasisma þeirra, sem felst í að kenna hópum útlendinga um fátækt. Rasismi var fyrst prófaður í moskumálinu í Reykjavík fyrir fjórum árum og síðan gerður að jaðarmáli í síðustu kosningum. Kjósendur taka fólki með annað útlit jafnvel og hefðbundnu útliti Íslendinga. Kjósendur hlusta líka á fólk, sem fætt er handan hafsins. Útlendingar hafa lengi síast inn í samfélagið og ekki verið til neinna vandræða. Fremur hafa þeir auðgað samfélagið með siðum sínum og hugsun. Erlendis hefur rasismi hins vegar breiðst út og komizt yfir 20% fylgi í pólitík. Vegna mistaka í móttöku og aðlögun fárra hópa sérvizku-múslima.