Rannsókna-fúsk á leiðarenda

Punktar

Rannsakendur hafa ekki notað aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvotti. Samt hefur slíkur aðgangur staðið til boða síðan í september. Þetta er enn eitt dæmið um framhald á seinagangi, sem markaði störf rannsóknaraðila í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ég efast um, að nýja ríkisstjórnin hafi efni á að hafa aumingja eina í rannsóknum á hruni bankanna. Einkum hefur sérstakur saksóknari í þeim efnum hagað sér eins og vofa. Sumir eru svo vanhæfir, að þeir verða ekki lagaðir með áminningum og eftirrekstri. Þeim verður að skipta út, þeir eru arfur vanhæfrar stjórnar.