Ránið í Seðlabankanum

Punktar

Stóra tjónið í hruninu var ránið á gjaldeyrissjóði okkar í Seðlabankanum á síðustu vikunum fyrir hrun. Höfuðpaurar voru Davíð Oddsson seðlabankastjóri og bankastjórar Kaupþings. Fluttu sjóðinn úr Seðlabankanum yfir í Kaupþing. Upphæðin er núna metin á rúmlega áttatíu milljarða róna í erlendri valútu. Þetta gerði Seðlabankann gjaldþrota og setti ríkissjóð á hliðina við að bjarga bankanum. Við vitum, að hluti ránsfengsins fór til félagsins Lindsor á Tortola-eyju í Karabía-hafi. Að öðru leyti hefur þetta rán hvergi verið til rannsóknar í kerfinu. Davíð sleppur fyrir horn, blessaður öðlingurinn.