Randir

Frá Grímsstöðum við Mývatn að Þeistareykjum í Kelduhverfi.

Áður fyrr var þetta önnur aðalleiðin milli Mývatns og Kelduhverfis um Þeistareyki.

Förum frá Grímsstöðum beint norður á Grímsstaðaheiði að vesturhlíðum Hrafnabjarga. Förum síðan áfram norður með fjöllum, fyrst Gæsafjöllum og aðeins norður fyrir þau, síðan norðvestur að Kvíhólafjöllum og vestan þeirra og Bæjarfjalls að Þeistareykjum.

18,8 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.

Nálægir ferlar: Hamrahlíð, Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Sandvatn.
Nálægar leiðir: Sandabrot, Draugagrund.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort