Ramba um á elliheimilinu

Punktar

Gamli fjórflokkurinn hefur árum og áratugum saman raðað sér á garðann. Undir því yfirskyni, að þeir dekkuðu pólitískar hreyfingar. Eins og í útlandinu, vinstri og hægri, sveitó og kratar. Komnir eru á vettvang nýir flokkar, sem dekka í alvöru pólitísku hreyfingarnar. Viðreisn hefur klofnað út úr bófaflokki Sjálfstæðis. Sósíalistar taka við flóttamönnum, er flýja undan Katrínu úr ekki-vinstri og ekki græna flokknum VG. Píratar hafa komið sér vel fyrir, þar sem kratar voru á fleti fyrir. Framsókn hefur klofnað. Ferlið er mislangt komið, Vinstri græn og Framsókn eru í andarslitrunum, en Sjálfstæðis og Samfylkingin ramba um á elliheimilinu.