Rak flein í slagverkið

Punktar

Illugi Gunnarsson rak flein í slagverk kjarasamninga við kennara með hugmynd um styttingu menntaskóla. Slíkar hugdettur hafa hingað til kallað á vandaða meðferð í ráðuneytum með aðkomu sérfræðinga. Síðan hefur birzt sundurliðuð tillaga til skoðunar fólks og fræðinga. Kannski varðar útkoman kjarasamninga og þá send í þann farveg. En Illugi kastar hugdettunni beint inn í samninga, sem eru svo illvígir, að verkfall er þegar hafið. Hefur þannig gulltryggt lokun menntaskóla út skólaárið. Hvað olli aðkomu fíls í glervörubúð? Róttæk heimska eða róttæk afturkallafræði um eyðileggingu sem flestra ríkiskerfa?