Ragar okkur ekkert

Punktar

Ég get ekki séð, að það ragi þjóðina nokkuð, þótt Bjarni Benediktsson hafi óþægindi af að framkvæma þjóðarvilja. Jafnvel þótt Björg Thorarensen segi svo. Það var mál gömlu stjórnarinnar að laga sig í þrígang að ákvörðunum almennings í Icesave. Það er mál Bjarna að laga sig að vilja almennings um þjóðaratkvæði. Ég skil ekki þessa meðvirkni með hallærislegum pólitíkus. Bjarni á að vera að vinna fyrir fólkið, en fólkið á ekki að vera að vinna fyrir hann. Þessi einföldu sannindi virðist ekki leka inn í koll sumra. Ekki þarf að fresta atkvæði í þrjú ár vegna meintra óþæginda Bjarna og Sigmundar.