Rækjur hverfa

Punktar

Annars þurfum við ekki að kvarta um skort á hvítsveppum og kavíar. Við erum sjálf einfær um að útrýma hér tegundum, sem þykja lostæti víða um heim. Humarinn minnkar bæði að stærð og aflamagni. Rækjur geta ekki lengu haldið verksmiðjum opnum. Til skamms tíma hefur verið hægt að næla í kassa af góðum humri, sem var á leið til Frakklands, en innan fárra ára verður sá lúxus einnig að baki. Flest bendir til, að við rústum þorskinum líka. Enda er framtíðin í kynslóðum, sem kunna betur við hamborga og pítsur. Hvað verður þá um Humarhúsið, Tjörnina, Þrjá Frakka, Tvo fiska og Fiskgallerí?