Ræflarnir gengu út

Punktar

Fjórir stjórnarþingmenn stjórnskipunarnefndar gengu út í skelfingu, er þeim var gefinn kostur á að sjá nöfn valinkunnra meðmælenda með uppreist æru barnaníðings Sjálfstæðisflokksins. Settu hendur fyrir augu og þutu af fundi til að þurfa ekki að afbera nöfnin. Og þurfa ekki að afbera, að aðrir viti, að þeir viti nöfnin. Nefndin er því orðin óstarfhæf, þar sem hálf nefndin vill ekki vita, hvert er umræðuefni hennar. Þannig er komið stuðningi Sjálfstæðisflokksins við frægasta barnaníðing sinn. Upplýsingar eru tíndar ein og ein úr þvergirðingi ráðuneytis. Ósannaðar fullyrðingar út í loftið eru bornar fram níðingi flokksins til varnar.