Raðlygi krefst minnis

Punktar

Þreytandi er að „þurfa að“ raðljúga. Verst er, hversu gott minni þarf til að muna fyrri lygi til að gæta síðara samræmis. Hanna Birna klikkaði, gerðist margsaga. Frá því hún laug að alþingi, að ekkert plagg væri í ráðuneytinu og þangað til hún sagði alla hafa haft aðgang að því. Hefur lélegt minni. Verra er, að hún veit það. Horfinn er heiður svipur bjánans, sem er sannfærður um eigin yfirburði. Horfin er vélbyssuskothríð tungumálsins og hún er farin að skiljast. Orðin þreytt og reið á svip, eins og hún láti reka á reiðanum, – úr stjórninni. Varla lengur með úthald til að tuddast á okkur með útúrsnúningum.