Ráðherrarnir eru landráðamenn

Punktar

Það eru landráð að beygja sig undir fjárkúgun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þjóðin hefur ekki ráð á að taka skuldbindingar á herðar barna sinna og barnabarna. Ekki frekar en Þjóðverjar höfðu árið 1918. Kröfur sjóðsins og Bretlands jafngilda stríðsskaðabótum. Ég hef margoft sagt ykkur þetta og segir ykkur það enn. Ekki efna til skulda við erlenda fjárkúgara sjóðsins. Betra er að taka upp sjálfsþurftarbúskap hér á landi. Borða fiskinn okkar, hætta óþörfum innflutningi. Fá smávegis af gjaldeyri í skiptum fyrir fisk og ál. Reglan verði: Nota aldrei meiri gjaldeyri en fæst í hverjum mánuði.