Ráðherrar spá út í bláinn

Punktar

Ráðherrarnir Gylfi Magnússon og Steingrímur J. Sigfússon hafa ekki hugmynd um, hvort 75% innheimtist af IceSave eignum Landsbankans. Steingrímur játaði í sjónvarpinu í gær, að “við verðum bara að trúa því” að 75% náist. Hann játaði jafnframt að hafa ekkert fyrir sér um það. Þeir félagar halda líka fram, að efnahagur ríkisbúsins verði svipaður á næstu árum og hann var á gullöldinni fyrir hrun. Hlýtur samt að teljast ósennilegt. Hvort tveggja er mikilvægt, því að greiðslugeta þjóðarinnar ræðst af innheimtu IceSave og efnahag þjóðarinnar. Fullyrðingar stjórnvalda um það efni eru út í bláinn.