Ráðherra vill kennitöluflakk

Punktar

Kennitöluflakk er orðin opinber stjórnarstefna Gylfa Magnússonar ráðherra. Og allra ríkisbankanna. Engin hagfræði er þar að baki. Samanber tengdasyni Soffanísar Cecilssonar í Grundarfirði. Þeir fá áfram að reka fyrirtækið, þótt tilviljanaúrtak úr þjóðskránni mundi gera það betur. Hver grínistinn í sjávarútvegi á fætur öðrum losnar við skuldir og heldur áfram að sukka á nýrri kennitölu. Í stað þess að bjóða rústirnar út til allra hinna, sem eru hæfari. Gylfi ráðherra hefur sjálfur varið kennitöluflakk. Þar með hvetur hann siðblinda bankastjóra til óhæfuverka. Grínistarnir eru verðlaunaðir.