Ráðherra fíflar sig

Punktar

Einkennilegt hlýtur að vera að spyrja ráðherra ítrekað sömu spurningarinnar án þess að hann svari henni. Ásmundur Einar Daðason er svo sem ekki mikill bógur. Samt er skrítið, að hann geti ekki ungað út úr sér svari um, hvort ráðuneyti hans telji embættismann hafa farið ítrekað út fyrir verksvið sitt. Vitað er, að það var niðurstaða ráðuneytisins og vitað, að ráðherra þarf að viðurkenna það. Hann er hins vegar svo sannfærður um nauðsyn leyndar um mál embættismannsins, að hann gerir sig að fífli fyrir framan nefnd alþingis. Ekki er síður athyglisvert, að þingmenn bófaflokksins í nefndinni skuli ekki geta talað um fyrir ráðherranum.