Ráðast að Gylfa sendisveini

Punktar

Lög og reglur Eflingar eru sérstaklega samdar til að gera nýjum framboðum erfitt fyrir. Þau fá ekki kjörskrá og verða að geta sér til um kosningarétt. Sumir eru borgandi félagsmenn, en samt ekki á kjörskrá. Fylgismenn nýs framboðs verða að finna 120 meðmælendur á einni viku, án þess að hafa aðgang að hinni dularfullu kjörskrá. Þetta er verkalýðsfélag, sem kærir sig ekki um lýðræði. Eigi að síður standa vonir til. að hin ágæta Sólveig Anna Jónsdóttir nái að klifra múrinn um syfjaða fráfarandi stjórn. Yrði fyrsta atlaga almennings að miðaldra karlaveldi umhverfis ASÍ og forseta þess, Gylfa Arnbjörnsson, sendisvein atvinnurekenda.