Pyttasundshæðir

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Kaldrananesi í Bjarnarfirði um Pyttasundshæðir til Hafnarhólma í Steingrímsfirði.

Förum frá Kaldrananesi eftir Þórisgötu um Bringur og síðan vestan Bæjarvatna. Þaðan er slóð austan Bæjarvatna til Bakkagerðis. Við förum vestan vatnanna til suðsuðvesturs og austan við Hamarsvötn og niður hjá Margrétarfelli suður að Hafnarhólma.

9,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þórisgata, Urriðavötn, Seljavatn, Sandneshryggur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort