Umræðan um pyndingar í Bandaríkjunum er dálítið sér á parti, enda hafa stjórnvöld þar sagt skilið við vestrænt siðferði. Menn tala minna um siðferði og meira um hagkvæmni. Óvinir pyndinga segja, að rannsóknir og skoðanir sérfræðinga bendi til, að marklitlar séu upplýsingar, sem fást með þessum hætti. Leiddir eru fram gamlir sérfræðingar í yfirheyrslum, sem lýsa frati á pyndingar sem aðferðafræði. Sagnfræðin bendir til hins sama, Frökkum komu pyndingar í Alsír ekki að gagni og þeir töpuðu stríðinu. Það er dæmigert fyrir ógæfu Bandaríkjanna, að svona umræða skuli þurfa að fara fram.
