Pútín er nýr Stalín

Punktar

Aum eru viðbrögð Evrópusambandsins við heimsveldisórum Rússlands í Georgíu. Betra er, að sambandið hverfi alveg frá utanríkismálum í stað þess að deila um þau án niðurstöðu. Undir forustu Pútíns hefur Rússland færst aftur til Sovétríkja Stalíns. Pútín hefur rústað mikilvægum þáttum lýðræðis, afnumið prentfrelsi og fundafrelsi. Lætur lögregluna slátra óvinum sínum. Hefur gert Rússland að meiriháttar hausverk Evrópu, hótar að stöðva olíusölu. Við því er aðeins til eitt svar, koma sér upp nýjum orkugjöfum í stað olíu. Að lokum: Ég hef sagt ykkur frá upphafi og oft síðan, að Pútín er nýr Stalín.