Eftir 1. maí í vor munu myndast púðurtunnuhverfi fátækra nýbúa hér á landi eins og í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Þann dag nær Evrópska efnahagssvæðið til ríkja Austur-Evrópu. Eftir það mega menn koma þaðan til Íslands án þess að hafa atvinnu eða atvinnuleyfi. Ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um þetta vandamál. Hún hefur ekki gert ráðstafanir til að bæta aðlögun þeirra nýbúa, sem þegar eru komnir til landsins. Eftir 1. maí getur hún ekki einu sinni skyldað útlendinga til að læra íslenzku. Við fáum því holskeflu útlendinga, sem búa í glæpahverfum og fara á sósíalinn.
