Prófkjörsslagur Framsóknar er hafinn, hófst í viðskiptanefnd Alþingis. Þingmenn flokksins í Norðausturkjördæmi fóru þar hvor í sína áttina. Birkir J. Jónsson studdi álit ríkisstjórnarflokkanna og Höskuldur Þórhallsson studdi álit Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn fór heljarstökk við að skýra, að hvort tveggja álitið væri gott. Væri í samræmi við stuðning Framsóknar við ríkisstjórnina. Framsókn væri bara að æfa sig í sjálfstæðri hugsun. Þetta er gamla Framsókn eins og við þekkjum hana. Komin með innanflokksslag frambjóðenda sinna inn í þingnefnd. Og Höskuldur mætir svo bara ekki þar.
