Ég var í tölfræði í háskóla í Berlín fyrir hálfri öld. Þar lærði ég, að prófílkannanir á skoðunum fólks væru til að finna prófíla. Fólk er spurt, hvort það telji eitthvað vera fremur gott eða mjög gott, fremur vont eða mjög vont. Tilgangurinn væri að sjá, hvort skoðanir væru harðar eða linar. Þá sést munur á róttækum og hógværum skoðunum. Þegar Fréttablaðið leggur fyrir prófílkönnun með einkunnum frá einum upp í fimm, þá á það ekki halda prófílunum leyndum. Og ég hélt, að það væri fagmaður, sem héldi þar utan um slíka hluti þar á bæ.
