Prófílkannanir

Punktar

Ég vil sjá könnun um, hversu harðar og umdeildar skoðanir kjósenda eru. Mér kemur ekki á óvart, að fleiri hafi áhyggjur af velferð en umhverfi. En mig langar að vita, hversu harðar þær skoðanir eru. Það hlýtur einnig að vera munur á prófílum umdeildra skoðana á borð við umhverfi og einróma skoðana á borð við velferð. Ég vil líka vita, hvort skoðanir kjósenda Framsóknar á umhverfi eru vægari en skoðanir Vinstri grænna. Ég vil sem sagt vita, hvar eru topparnir á skölum með og móti frá -5 og upp í +5. Ég vil vita, hvar skoðanir toppa í prófílum. Ég hef enn ekki séð neinar prófílkannanir.