Prófessorar aka úti

Punktar

Prófessorar rífast í fjölmiðlum um Gini-stuðul eins og hann sýni eitthvað um aukna fátækt og stéttaskiptingu á Íslandi. Við þurfum engan Gini-stuðul til að vita, að hér er mikil fátækt og vaxandi gjá milli stétta. Blaðakona á Ísafold veit meira um fátækt en Hannes Gissurarson og Stefán Ólafsson. Hún fór í biðraðir, þar sem fólk beið eftir útrunnum mat. Hún talaði við fólkið og fann tvenns konar fátækt. Annars vegar einstæðu barnakonurnar og hins vegar þá, sem bankar hafa féflett í lánum. Ég hlustaði á hana segja frá Katrínu og Óttari og þarf ekki að heyra meira í Hannesi og Stefáni.