Prívat stjórnarskrá Íra

Punktar

Írar höfnuðu í fyrra stjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabon-textanum, sem aðrir höfðu samþykkt. Hún tók því ekki gildi. Nú er reynt að juða Írum til samþykkis. Sambandið vill hnika stjórnarskránni til fyrir Írland án þess að þurfa að taka breytinguna fyrir í öðrum ríkjum. Írsk útgáfa gerir ráð fyrir hlutleysi Íra og andúð á fóstureyðingum. Stjórnarskrá Evrópu verður þannig í sérútgáfu fyrir eitt ríki. Sambandið er ofsa sveigjanlegt. Það vill líka fá Serbíu inn, þótt ríkið hafi ekki handtekið Ratko Mladic. Hann sést opinskátt á myndskeiðum, sem Evrópusambandið neitar að skoða til að spilla ekki aðild.