Prinsessur dáleiða dómara

Punktar

Tvær prinsessur dáleiddu evrópskan dómstól, önnur óvart. Díana dó 1997 og Evrópuþingið samþykkti 1998 ályktun um verndun fólks gegn ónæði fjölmiðla. Áður var bara vernd gegn ofsóknum valdasjúks ríkisvalds. Stjórnlagadómstóll Þýzkalands hafnaði breytingu Evrópuþingsins í Karólínudómi 1999. Prinsessa númer tvö, Karólína af Mónakó, hafði kært birtingu mynda af sér á veitingahúsi. Síðan úrskurðaði Evrópudómstóllinn henni í hag 2004. Þýzka ríkið greiddi henni skaðabætur, en rukkaði ekki hina ákærðu fjölmiðla. Allt er því eins og áður var. Lítið mark er tekið á úrskurði Evrópudómstólsins. Talinn vera feilskot.