Prinsessan og hesturinn

Punktar

Ríkir læknar í Þýzkalandi gefa dætrum sínum íslenzkan hest, þegar þær eru sextán ára. Markmiðið er, að þær verði svo uppteknar af hestinum, að hugur þeirra hverfi ekki til stráka. Þeir eru leiðinlegir, stinka af bjór, tala um fótbolta og eru sjúkir af greddu. Hesturinn er hins vegar ljúfur og eftirlátur, sættir sig við að hlaupa með prinsessuna út um allar grundir og hóla. Þar að auki er hann geldur, sem er ótrúlegur kostur. Dæturnar sinna hestinum sínum, greiða honum, moka kúkinn undan honum, setja undir hann spæni og gefa honum hey. Af þessu verður oft hið bezta par, enda taka prinsessur sig bezt út á hestbaki. Þetta er ókeypis ráðgjöf.