Preston um Frakkland

Punktar

Preston um Frakkland
Í Guardian í gær gerir Peter Preston grín að engilsaxnesku áráttunni að gera grín að Frökkum. Hann segir þvætting, að hagur fólks sé betri í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann bendir á betri vegi og lestir í Frakklandi; frábæra heilsugæzlu; mikla tækniást; snjallari skriffinna í embættum; og stjórnvöld, sem föttuðu Íraksmálið. Síðasta forsendan skýrir, af hverju Bandaríkjamönnum er illa við Frakka. Við þetta má bæta, að Frakkar gátu mótað Evrópusambandið í sinni mynd og búa til bezta mat í heimi. Svo eru vísitölur hagfræðinnar lygi. Svo sem tölur um hagvöxt.