Prestagötur

Frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal að Kvennabrekku í Miðdölum.

Leiðin er einnig kölluð Kvennabrekkuháls. Prestar á Kvennabrekku fóru þessa leið til útkirkju að Stóra-Vatnshorni. Á Kvennabrekku fæddist Árni Magnússon 1666, síðar prófessor í Árnasafni.

Förum frá Stóra-Vatnshorni austur með þjóðveginum að Eiríksstöðum og þar suður veg að Saursstöðum. Síðan vestur um Litla-Vatnshorn að Haukadalsvatni og þaðan upp með Prestagili svokallaðar Prestagötur suður á Kvennabrekkuháls. Við förum mest í 160 metra hæð og komum síðan til suðvesturs niður af hálsinum að þjóðvegi 585 við Kirkjuskóg, næsta bæ norðan við Kvennabrekku.

8,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Saurstaðaháls, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Sauðafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag